Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2023 11:33 Hinsegin fáninn og Vilhjálmsvöllur í bakgrunni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. „Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu. Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu.
Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26
Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53