Gangan hófst við Hallgrímskirkju og endaði við Hljómskálagarð á útitónleikum. Helena Rós fréttamaður okkar lýsti stemningunni þannig í útvarpsfréttum þannig að ekki væri þverfótað fyrir fólki í miðborginni.
„Það er óhætt að segja að allir séu í góðu skapi enda ótrúlega gott veður. Vagnarnir litríkir og þeim fylgdi mikill hávaði. Þegar Páll Óskar mætti á svæðið lá við að hljóðhimnurnar myndu springa,“ sagði Helena Rós.
Pallavagninn stóð fyrir sínu.
„Velkomin til Íslands, Venesúela. Það er nóg pláss fyrir öll blómin í þessum garði,“ sagði Páll Óskar áður en hann setti á næsta slagara.
Eftirfarandi myndir eru frá göngunni í dag.






