„Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 19:24 Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul og hefur beðið eftir NPA þjónustu í um fimm ár. Vísir/Dúi Ung kona með hreyfihömlun sem hefur beðið í næstum fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira