Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 08:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við Slóvakíu fyrir hönd Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34