Komu að hústökumanni sem hafði lagt íbúðina í rúst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2023 21:01 Íbúðin var gjörsamlega í rúst þegar parið opnaði hurðina. Erlent par sem leigir stúdentaíbúð hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) kom að hústökumanni þegar það opnaði íbúðina í fyrsta sinn. Maðurinn tók á rás en skildi eftir sig eiturlyf og íbúðina í rúst. Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira