Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 08:58 Horfur Úkraínumanna í gagnsókn þeirra eru dökkar um þessar mundir. AP/Libkos Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent