Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 22:46 Elliott Lee fagnar en hann sá til þess að Wrexham fékk stig í dag. Twitter@Wrexham_AFC Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira