Á myndbandi sem Björn Steinbekk tók má sjá hvernig fjölmennur hópur fólks var mættur til að fylgjast með bílnum brenna.
„Það eru allir komnir út og mínir menn eru að slökkva í bílnum í þessum töluðu orðum,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri í aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi laust fyrir ellefu.
Aðspurður hvort um væri að ræða rafmagnsbíl sagði Þorsteinn svo ekki vera. Um væri að ræða annað hvort bensín eða díselbíl.
Svo virðist sem kviknað hafi í bílnum á miðri ferð þar sem hann brann á miðjum veginum. Ekki er vitað hvað olli brunanum.
Aðspurður sagði Þorsteinn að það væri algengara að það kviknaði í kyrrstæðum bílum en það væri þó allur gangur á því.