Heitavatnslaust í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í einn og hálfan sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 21. ágúst 2023 21:48 Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður heitaveitu hjá Veitum. Stöð 2 Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í einn og hálfan sólarhring frá og með klukkan tíu í kvöld vegna framkvæmda. Verið er að leggja nýja 850 metra flutningslögn í gegnum Álfaskeið milli Kaplakrika og Lækjargötu í Hafnarfirði. Framkvæmdirnar hafa verið í gangi frá því í nóvember. „Fram undan er svo stór áfangi í þessu verkefni, sem er að tengja lögnina við dreifikerfið okkar og þess vegna þurfum við að loka fyrir til þess að gera okkur kleift að gera þessa tengingu,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, á Kvöldfréttum Stöðvar 2. Standa fleiri svona verkefni til? „Já, það er kominn tími fyrir okkur að auka flutningsgetuna og til dæmis er fram undan tvöföldun á flutningsgetu á ákveðnum kafla með verkefni Vegagerðarinnar á ákveðnum kafla á Arnarnesvegi. Og í kjölfarið koma svo fleiri slík verkefni en auðvitað reynum við að sæta færis að vera samferða öðrum samstarfsfélögum,“ Eru íbúar skilningsríkir gagnvart þessu? Já, þau eru það, bæði íbúar og fyrirtæki og sýna þessu skilning. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er ekki auðvelt að vera heitavatnslaus í svona langan tíma en þetta er nauðsynlegur liður í því að gera framtíðina þannig í Hafnarfirði þannig að það verði heitt vatn fyrir alla.“ Á morgun verða allar sundlaugar Hafnarfjarðar lokaðar og eitthvað á miðvikudag. Gert er ráð fyrir því að heitavatnsleysinu ljúki klukkan tíu á miðvikudagsmorgun. Vatn Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Verið er að leggja nýja 850 metra flutningslögn í gegnum Álfaskeið milli Kaplakrika og Lækjargötu í Hafnarfirði. Framkvæmdirnar hafa verið í gangi frá því í nóvember. „Fram undan er svo stór áfangi í þessu verkefni, sem er að tengja lögnina við dreifikerfið okkar og þess vegna þurfum við að loka fyrir til þess að gera okkur kleift að gera þessa tengingu,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, á Kvöldfréttum Stöðvar 2. Standa fleiri svona verkefni til? „Já, það er kominn tími fyrir okkur að auka flutningsgetuna og til dæmis er fram undan tvöföldun á flutningsgetu á ákveðnum kafla með verkefni Vegagerðarinnar á ákveðnum kafla á Arnarnesvegi. Og í kjölfarið koma svo fleiri slík verkefni en auðvitað reynum við að sæta færis að vera samferða öðrum samstarfsfélögum,“ Eru íbúar skilningsríkir gagnvart þessu? Já, þau eru það, bæði íbúar og fyrirtæki og sýna þessu skilning. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er ekki auðvelt að vera heitavatnslaus í svona langan tíma en þetta er nauðsynlegur liður í því að gera framtíðina þannig í Hafnarfirði þannig að það verði heitt vatn fyrir alla.“ Á morgun verða allar sundlaugar Hafnarfjarðar lokaðar og eitthvað á miðvikudag. Gert er ráð fyrir því að heitavatnsleysinu ljúki klukkan tíu á miðvikudagsmorgun.
Vatn Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira