Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 10:06 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segist hafa fulla trú á að mál Kristjáns Jakovs Lazarev endi vel og að Menntamálastofnun leiti leiða við að finna lausn sem henti honum. Aðsent Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna. Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01