Lækum ekki brunaútsölu á „læk“ Tómas Guðbjartsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatn Umhverfismál Ölfus Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun