Frumsamdi tíu tónverk um eyðibýli Íris Hauksdóttir skrifar 1. september 2023 09:04 Gunnar Ingi Guðmundsson gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Ólöf Sif Þráinsdóttir Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira
„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira