Tausaga var ekki talin með sigurstranglegri keppendum kvöldsins, en hún sýndi það svo sannarlega að í íþróttum er aldrei hægt að afskrifa neinn.
Þegar keppni í úrslitum kringlukastsins var hálfnuð sat hún í sjötta sæti með kast upp á 65,56 metra, sem var á þeim tíma tíu sentímetrum lengra en hennar besta kast á ferlinum.
Hún bætti þó sitt eigið met svo heldur betur undir lok keppninnar þegar hún kastaði kringlunni 69,49 metra, rúmum fjórum metrum lengra en hennar besta kast á ferlinum var áður en keppni kvöldsins hófst.
Tausaga trúði varla sínum eigin augum þegar kringlan lenti og vegalengdin var mæld. Hún sigraði að lokum með tæplega metars mun því Valerie Allman, einnig frá Bandaríkjunum, hafnaði í öðru sæti með kast upp á 68,61 meter og hin kínverska Feng Bin hafnaði í þriðja sæti með kast upp á 68,20 metra.
WHAT JUST HAPPENED 😳😳😳
— Throwers Universe (@ThrowersUni) August 22, 2023
Laulauga Tausaga throws a FOUR meter PB of 69.49m in round five to take the lead…
Performance of the year. WOW ‼️ pic.twitter.com/HlV22KUL6R