Innlent

Inn­brot og líkams­á­rás í Garða­bæ

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hefur varist allra frétta af málinu.
Lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna innbrots og líkamsárásar í Garðabæ um klukkan 20 í gærkvöldi. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi komist undan en hann er ókunnur. 

Minniháttar meiðsl urðu á þeim sem urðu fyrir árásinni að því er segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Um klukkan 21 var haft samband við lögreglu vegna innbrots og þjófnaðar úr fimm geymslum í póstnúmerinu 111. Ekki er vitað nákvæmlega hverju var stolið né hver var á ferð.

Í sama hverfi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og gistir fangageymslur þar til rennur af honum.

Fyrr um daginn barst tilkynning um þjófnað úr verslun í miðborginni en málið var afgreitt á staðnum. Þá voru nokkrir stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×