Fjórðungur starfsmanna leikskólanna menntaðir kennarar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 09:19 Í desember 2022 voru 264 leikskólar starfandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Menntaðir kennarar voru 26,6 prósent starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna í desember 2022. Ófaglært starfsfólk var 57,6 prósent starfsfólks en aðrir höfðu lokið annarri uppeldismenntun. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um háskólamenntun starfsfólks sem starfar við uppeldi og menntun leikskólabarna. Þar kemur einnig fram að 35 prósent starfsfólks er með grunnpróf á háskólastigi og 12 prósent, eða einn af hverjum átta, með meistaragráðu eða meiri menntun. Rúmur helmingur reyndist með menntun á framhaldsskólastigi eða minni menntun. „Samsvarandi tölur úr grunnskólum sýna að 63,2% starfsfólks við kennslu í október 2022 voru með grunnpróf á háskólastigi og 31,4% með meistaragráðu eða meiri menntun,“ segir á vef Hagstofunnar. „Hlutfall starfsfólks leikskóla sem hefur a.m.k. lokið meistaragráðu var hærra á meðal leikskólastjóra (42,1%) en á meðal aðstoðarleikskólastjóra (28,7%) og deildarstjóra og kennara (10,2%). Til að fá leyfisbréf sem kennari til starfa í leikskóla þarf núna að hafa lokið meistaragráðu en eldri leyfisbréf gilda áfram.“ Meira en helmingur 50 ára eða eldri Starfsmenn leikskólanna voru 7.119 í 6.274 stöðugildum í desember 2022 og hafði fjölgað um 225 frá fyrra ári. Rúmlega helmingur leikskólakennara, 51,4 prósent, er 50 ára eða eldri en hlutfallið hefur farið ört vaxandi síðustu ár. „Árið 2004 voru rúm 70% kennara á aldrinum 30-49 ára en hefur fækkað hlutfallslega ár frá ári og voru 46,7% árið 2022. Með lengingu náms leikskólakennara fækkaði kennurum í yngsta aldurshópnum og voru aðeins 2,0% leikskólakennara haustið 2022. Þessar tölur eiga einungis við um kennara sem hafa menntun sem leikskólakennarar, ekki aðra kennara sem starfa í leikskólum,“ segir Hagstofan. Hlutfall karla meðal starfsmanna var 8,6 prósent í desember 2022 og hefur aldrei verið hærra. Í dag eru þeir 611 en árið 1999 voru þeir 70. Alls eru 264 leikskólar starfandi á landinu. Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um háskólamenntun starfsfólks sem starfar við uppeldi og menntun leikskólabarna. Þar kemur einnig fram að 35 prósent starfsfólks er með grunnpróf á háskólastigi og 12 prósent, eða einn af hverjum átta, með meistaragráðu eða meiri menntun. Rúmur helmingur reyndist með menntun á framhaldsskólastigi eða minni menntun. „Samsvarandi tölur úr grunnskólum sýna að 63,2% starfsfólks við kennslu í október 2022 voru með grunnpróf á háskólastigi og 31,4% með meistaragráðu eða meiri menntun,“ segir á vef Hagstofunnar. „Hlutfall starfsfólks leikskóla sem hefur a.m.k. lokið meistaragráðu var hærra á meðal leikskólastjóra (42,1%) en á meðal aðstoðarleikskólastjóra (28,7%) og deildarstjóra og kennara (10,2%). Til að fá leyfisbréf sem kennari til starfa í leikskóla þarf núna að hafa lokið meistaragráðu en eldri leyfisbréf gilda áfram.“ Meira en helmingur 50 ára eða eldri Starfsmenn leikskólanna voru 7.119 í 6.274 stöðugildum í desember 2022 og hafði fjölgað um 225 frá fyrra ári. Rúmlega helmingur leikskólakennara, 51,4 prósent, er 50 ára eða eldri en hlutfallið hefur farið ört vaxandi síðustu ár. „Árið 2004 voru rúm 70% kennara á aldrinum 30-49 ára en hefur fækkað hlutfallslega ár frá ári og voru 46,7% árið 2022. Með lengingu náms leikskólakennara fækkaði kennurum í yngsta aldurshópnum og voru aðeins 2,0% leikskólakennara haustið 2022. Þessar tölur eiga einungis við um kennara sem hafa menntun sem leikskólakennarar, ekki aðra kennara sem starfa í leikskólum,“ segir Hagstofan. Hlutfall karla meðal starfsmanna var 8,6 prósent í desember 2022 og hefur aldrei verið hærra. Í dag eru þeir 611 en árið 1999 voru þeir 70. Alls eru 264 leikskólar starfandi á landinu.
Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira