Finnum ástríðu okkar og þróum hana Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 23. ágúst 2023 13:00 Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun