Handbolti

Kiel þurfti víta­keppni til að tryggja sér fyrsta titil tíma­bilsins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tomas Mrkva var maðurinn á bakvið sigur Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen.
Tomas Mrkva var maðurinn á bakvið sigur Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty

Kiel tryggði sér sigur í þýsku meistarakeppninni í handknattleik eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen í kvöld. Vítakastkeppni þurfti til að knýja fram úrslit

Í þessum árlega leik mætast meistarar og bikarmeistarar síðasta árs í þýska handboltanum. Ljónin frá Rhein-Neckar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð en Ýmir Örn Gíslason leikur með liðinu. Þá varð Kiel þýskur meistari eftir æsispennandi keppni við meðal annars Íslendingaliðið Magdeburg.

Leikurinn í dag var hraður og markmenn liðanna báðir í milu stuði. Liðin skiptust á forystunni og Patrick Wiencek og Harald Reinkind öflugir og enduðu markahæstir með átta mörk hvor.

Löwen var með forystunni þegar skammt var eftir en Juri Knorr mistókst að tryggja sigurinn þegar hann misnotaði vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir voru eftir. Kiel tók leikhlé, bætti við sjöunda sóknarmanninum og Niklas Ekberg jafnaði metin úr horninu skömmu áður en flautan gall.

Jafnt var 33-33 að loknum venjulegum leiktíma. Ekki var framlengt heldur farið beint í vítakastkeppni.

Tomas Mrkva hélt þar áfram að vera öflugur í marki Kiel. Hann varði aftur frá Knorr en Nikola Bilyk skaut í gólfið og yfir í fjórðu umferðinni. Jon Andersen klikkaði hins vegar í næstu umferð fyrir Löwen og Eric Johansson tryggði Kiel sigurinn með því að skora úr síðasta vítakasti Kiel.

Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Löwen í leiknum en komst ekki á blað í markaskorun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×