Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2023 08:50 Kona grætur við gröf sonar síns sem féll í stríðinu við Rússa í Kharkiv á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær. AP/Bram Janssen Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33