Höldum þeim heima Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun