Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:47 Phillip Schofield og Holly Willoughby stýrðu saman morgunþættinum This Morning á ITV. Nú virðist sem Schofield ætli að snúa aftur á skjáinn hjá keppinautunum í TalkTv. Getty Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Upp komst um ástarsamband Schofield við mun yngri karlmann sem vann á sjónvarpsstöðinni ITV í maí síðastliðnum. Samstarfsfélagar lýstu Schofield þá sem manni með miklar ranghugmyndir og fékk hann töluverða útreið í fjölmiðlum. Fjöldi fólks tók einnig upp hanskann fyrir Schofield og nú virðist álit almennings í Bretlandi hafa snúist Schofield í vil á undanförnum vikum. Schofield sagði í viðtali eftir að málið kom upp að hann hefði orðið fyrir gríðarlegu áreiti vegna málsins, hann sæi ekkert nema svartnætti fram undan og að hann teldi ferill sinn vera á enda. Það virðist þó ekki vera ef marka má nýjustu fréttir. Ætlar að segja sína sögu sjálfur Fjöldi breskra fjölmiðla hefur greint frá því að Schofield, sem stýrði morgunþáttunum This Morning við góðan orðstír í mörg ár, hafi átt í samræðum við stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar TalkTV, eins helsta samkeppnisaðila ITV, um mögulega stöðu á stöðinni. Vinkona Schofield, Vanessa Feltz, sem vinnur á stöðinni á að hafa komið þeim viðræðum í kring eftir að hafa athugað hvort hann hefði áhuga. Það sást einmitt til þeirra tveggja fyrri í mánuðinum þar sem þau fengu sér að borða saman. Þá greinir The Mirror frá því að Schofield hafi átt í viðræðum við nokkra bókaútgefendur, þar á meðal Hodder & Stoughton, um útgáfu æviminninga hans þar sem hann fer nánar út í morgunsjónvarpið, samband sitt við fyrrverandi samstarfsfélaga sinn Holly Willoughby og hvernig ferill hans hrundi. Breskir miðlar herma að Schofield vilji fá að segja alla söguna sjálfur og um leið reyna að binda enda á hana með útgáfunni. Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Upp komst um ástarsamband Schofield við mun yngri karlmann sem vann á sjónvarpsstöðinni ITV í maí síðastliðnum. Samstarfsfélagar lýstu Schofield þá sem manni með miklar ranghugmyndir og fékk hann töluverða útreið í fjölmiðlum. Fjöldi fólks tók einnig upp hanskann fyrir Schofield og nú virðist álit almennings í Bretlandi hafa snúist Schofield í vil á undanförnum vikum. Schofield sagði í viðtali eftir að málið kom upp að hann hefði orðið fyrir gríðarlegu áreiti vegna málsins, hann sæi ekkert nema svartnætti fram undan og að hann teldi ferill sinn vera á enda. Það virðist þó ekki vera ef marka má nýjustu fréttir. Ætlar að segja sína sögu sjálfur Fjöldi breskra fjölmiðla hefur greint frá því að Schofield, sem stýrði morgunþáttunum This Morning við góðan orðstír í mörg ár, hafi átt í samræðum við stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar TalkTV, eins helsta samkeppnisaðila ITV, um mögulega stöðu á stöðinni. Vinkona Schofield, Vanessa Feltz, sem vinnur á stöðinni á að hafa komið þeim viðræðum í kring eftir að hafa athugað hvort hann hefði áhuga. Það sást einmitt til þeirra tveggja fyrri í mánuðinum þar sem þau fengu sér að borða saman. Þá greinir The Mirror frá því að Schofield hafi átt í viðræðum við nokkra bókaútgefendur, þar á meðal Hodder & Stoughton, um útgáfu æviminninga hans þar sem hann fer nánar út í morgunsjónvarpið, samband sitt við fyrrverandi samstarfsfélaga sinn Holly Willoughby og hvernig ferill hans hrundi. Breskir miðlar herma að Schofield vilji fá að segja alla söguna sjálfur og um leið reyna að binda enda á hana með útgáfunni.
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira