Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:47 Phillip Schofield og Holly Willoughby stýrðu saman morgunþættinum This Morning á ITV. Nú virðist sem Schofield ætli að snúa aftur á skjáinn hjá keppinautunum í TalkTv. Getty Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. Upp komst um ástarsamband Schofield við mun yngri karlmann sem vann á sjónvarpsstöðinni ITV í maí síðastliðnum. Samstarfsfélagar lýstu Schofield þá sem manni með miklar ranghugmyndir og fékk hann töluverða útreið í fjölmiðlum. Fjöldi fólks tók einnig upp hanskann fyrir Schofield og nú virðist álit almennings í Bretlandi hafa snúist Schofield í vil á undanförnum vikum. Schofield sagði í viðtali eftir að málið kom upp að hann hefði orðið fyrir gríðarlegu áreiti vegna málsins, hann sæi ekkert nema svartnætti fram undan og að hann teldi ferill sinn vera á enda. Það virðist þó ekki vera ef marka má nýjustu fréttir. Ætlar að segja sína sögu sjálfur Fjöldi breskra fjölmiðla hefur greint frá því að Schofield, sem stýrði morgunþáttunum This Morning við góðan orðstír í mörg ár, hafi átt í samræðum við stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar TalkTV, eins helsta samkeppnisaðila ITV, um mögulega stöðu á stöðinni. Vinkona Schofield, Vanessa Feltz, sem vinnur á stöðinni á að hafa komið þeim viðræðum í kring eftir að hafa athugað hvort hann hefði áhuga. Það sást einmitt til þeirra tveggja fyrri í mánuðinum þar sem þau fengu sér að borða saman. Þá greinir The Mirror frá því að Schofield hafi átt í viðræðum við nokkra bókaútgefendur, þar á meðal Hodder & Stoughton, um útgáfu æviminninga hans þar sem hann fer nánar út í morgunsjónvarpið, samband sitt við fyrrverandi samstarfsfélaga sinn Holly Willoughby og hvernig ferill hans hrundi. Breskir miðlar herma að Schofield vilji fá að segja alla söguna sjálfur og um leið reyna að binda enda á hana með útgáfunni. Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Upp komst um ástarsamband Schofield við mun yngri karlmann sem vann á sjónvarpsstöðinni ITV í maí síðastliðnum. Samstarfsfélagar lýstu Schofield þá sem manni með miklar ranghugmyndir og fékk hann töluverða útreið í fjölmiðlum. Fjöldi fólks tók einnig upp hanskann fyrir Schofield og nú virðist álit almennings í Bretlandi hafa snúist Schofield í vil á undanförnum vikum. Schofield sagði í viðtali eftir að málið kom upp að hann hefði orðið fyrir gríðarlegu áreiti vegna málsins, hann sæi ekkert nema svartnætti fram undan og að hann teldi ferill sinn vera á enda. Það virðist þó ekki vera ef marka má nýjustu fréttir. Ætlar að segja sína sögu sjálfur Fjöldi breskra fjölmiðla hefur greint frá því að Schofield, sem stýrði morgunþáttunum This Morning við góðan orðstír í mörg ár, hafi átt í samræðum við stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar TalkTV, eins helsta samkeppnisaðila ITV, um mögulega stöðu á stöðinni. Vinkona Schofield, Vanessa Feltz, sem vinnur á stöðinni á að hafa komið þeim viðræðum í kring eftir að hafa athugað hvort hann hefði áhuga. Það sást einmitt til þeirra tveggja fyrri í mánuðinum þar sem þau fengu sér að borða saman. Þá greinir The Mirror frá því að Schofield hafi átt í viðræðum við nokkra bókaútgefendur, þar á meðal Hodder & Stoughton, um útgáfu æviminninga hans þar sem hann fer nánar út í morgunsjónvarpið, samband sitt við fyrrverandi samstarfsfélaga sinn Holly Willoughby og hvernig ferill hans hrundi. Breskir miðlar herma að Schofield vilji fá að segja alla söguna sjálfur og um leið reyna að binda enda á hana með útgáfunni.
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira