Aðrir gestir verða meðal annars Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Ný raforkuspá fyrirtækisins sýnir að orkuskiptin ganga miklum mun hægar en áætlanir gera ráð fyrir.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ætlar líka að mæta og boða erindi verkalýðshreyfingarinnar fyrir haustið, þeirrar hreyfingar sem búið er að benda á og segja að stilla kröfum sínum í hóf.
Svo munu þau bregðast við boðskap fjármálaráðherrans um aðhald og aðgerðir gegn verðbólgu, þau Björn Leví Gunnarsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.