Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Lovísa Arnardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. ágúst 2023 20:59 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að grenitrén þurfi að víkja. Vísir/Steingrímur Dúi Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Borgarstjóri hefur sagt að samstarf borgarinnar og Isavia, sem byggir á samningi frá 2013, hafi hingað til gengið vel og skógurinn reglulega verið grisjaður. Krafan sem barst í sumar sé hins vegar af allt öðrum toga. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. Innviðaráðherra segir að öryggi fólks hljóti að hafa forgang fram yfir trén. „Það var gert sérstakt samkomulag árið 2013 um að fella einhver tré og það hefur svo sem eitthvað hefur verið gert en á sama tíma vaxa þessi tré mjög hratt og þegar grenitré eru komin í svona mikinn vöxt þá kannski vaxa þau jafnvel um einn til einn og hálfan metra á ári við bestu skilyrði. Þannig að það þarf auðvitað að horfa til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Flugvöllurinn er miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs í landinu. Öryggi þess fólks hlýtur alltaf að verða hærra sett heldur en einhverra trjáa sem við getum svo sannarlega gróðursett að nýju, annað hvort á sama stað sem vaxa minna eða verða ekki eins há, eða bara þá á fleiri stöðum.“ Hann telji því rétt að fjarlægja umrædd tré og að Isavia sé með kröfu sinni að sinna faglegu hlutverki sínu að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Kalli hugsanlega á umhverfismat Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt borgina hafa átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár og grisjað skóginn árið 2017 og svo fjarlægt um tíu tré á ári eftir það. Honum hafi brugðið þegar borginni barst umrædd krafa Isavia um að fella tæplega þrjú þúsund tré í sumar. „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum,“ sagði Dagur um málið fyrir rúmri viku. Skógræktarstjóri hefur sagt að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fréttir af flugi Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Borgarstjóri hefur sagt að samstarf borgarinnar og Isavia, sem byggir á samningi frá 2013, hafi hingað til gengið vel og skógurinn reglulega verið grisjaður. Krafan sem barst í sumar sé hins vegar af allt öðrum toga. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. Innviðaráðherra segir að öryggi fólks hljóti að hafa forgang fram yfir trén. „Það var gert sérstakt samkomulag árið 2013 um að fella einhver tré og það hefur svo sem eitthvað hefur verið gert en á sama tíma vaxa þessi tré mjög hratt og þegar grenitré eru komin í svona mikinn vöxt þá kannski vaxa þau jafnvel um einn til einn og hálfan metra á ári við bestu skilyrði. Þannig að það þarf auðvitað að horfa til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. „Flugvöllurinn er miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs í landinu. Öryggi þess fólks hlýtur alltaf að verða hærra sett heldur en einhverra trjáa sem við getum svo sannarlega gróðursett að nýju, annað hvort á sama stað sem vaxa minna eða verða ekki eins há, eða bara þá á fleiri stöðum.“ Hann telji því rétt að fjarlægja umrædd tré og að Isavia sé með kröfu sinni að sinna faglegu hlutverki sínu að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Kalli hugsanlega á umhverfismat Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt borgina hafa átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár og grisjað skóginn árið 2017 og svo fjarlægt um tíu tré á ári eftir það. Honum hafi brugðið þegar borginni barst umrædd krafa Isavia um að fella tæplega þrjú þúsund tré í sumar. „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum,“ sagði Dagur um málið fyrir rúmri viku. Skógræktarstjóri hefur sagt að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fréttir af flugi Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. 18. ágúst 2023 15:07
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23
„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. 18. ágúst 2023 12:41
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17. ágúst 2023 21:00