Töfrandi listakona, dauð gaupa og undarlegt samband systra, meðal mynda á RIFF Íris Hauksdóttir skrifar 28. ágúst 2023 17:19 Dagskráin á Kvikmyndahátíðinni RIFF er fjölbreytt í ár. Kvikmyndahátíðin Reykjavík film festival, eða RIFF, verður haldin í tuttugasta skiptið í ár og fer fram dagana 28. september til 8. október. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því spennandi að sjá úrvalið í ár. Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira