Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 23:41 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira