Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 23:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. „Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“ Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira