Skertur opnunartími sundlauga í Árborg tekur gildi Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 11:08 Sundhöll Selfoss verður nú opin til kl. 21:00 á virkum dögum en 19:00 á föstudögum. Vísir/Vilhelm Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum. Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann. Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann.
Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira