Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 14:03 Frá hvalskurði hjá Hvali hf. í Hvalfirði. Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira