Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 19:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir tilfellum þar sem fangar fara í hungurverkfall hafa fjölgað undanfarin ár, auk þess sem tilfellin séu nú alvarlegri. Í sumum tilfellum hafa fangar verið hætt komnir vegna alvarlegs næringarskorts. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira