Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 20:22 Lögregla hefur borið fyrir sig að brýnir rannsóknarhagsmunir hafi verið í húfi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023.
Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira