Hvernig verður spilling upprætt? Guðmundur Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 31. ágúst 2023 13:01 Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar