UEFA muni ekki innleiða „fáránlegan“ uppbótartíma ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 08:30 Enska úrvalsdeildin hefur boðið upp á langan uppbótartíma í upphafi tímabils. Vísir/Getty Zvonimir Boban, yfirmaður knattspyrnumála hjá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA, segir að nýr og lengri uppbótartími sem tekinn var upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið sé „fáránlegur“ og að hann verði ekki notaður í keppnum á vegum sambandsins. Enska dómarasambandið PGMOL ákvað fyrir tímabilið að notast við lengri uppbótartíma í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til að reyna að koma í veg fyrir tímasóun og halda betur utan um þann tíma sem fer til spillis þegar mörkum er fagnað, skiptingar eru gerðar og meiðsli eiga sér stað. Uppbótartíminn sem nú er notast við á Englandi er ekki ósvipaður þeim og var á HM í Katar í lok síðasta árs. Einhverjir leikmenn hafa þó kvartað yfir auknu álagi sem fylgir þessum langa uppbótartíma og Boban virðist vera sammála því. „Þetta er algjörlega fáránlegt,“ sagði Boban. „Þegar við horfum á velferð leikmanna þá er þetta hálfgerður harmleikur því það er verið að bæta við kannski 12, 13 eða 14 mínútum.“ Uefa’s Zvonimir Boban labels stoppage-time rules ‘absurd’ and ‘crazy’ - says they won’t be used in Champions League https://t.co/GBbgtX7Gwm— Martyn Ziegler (@martynziegler) August 30, 2023 Leikir í ensku úrvalsdeildinni hafa margir staðið í yfir hundrað mínútur á yfirstandandi tímabili. „Þegar þú ert búinn að spila í 60 eða 65 mínútur - og ég tala fa reynslu, sérstaklega sem miðjumaður - og þú verður þreyttur, þá eru það þessar síðustu 30 mínútur sem skipta svo miklu máli. En svo kemur bara einhver og bætir öðrum 15 mínútum við.“ „Hversu oft höfum við gagnrýnt leikjadagatalið og of mikinn fjölda leikja? Við erum ekki að hlusta á leikmenn og þjálfara. Þetta er klikkun. Þetta er of mikið og við munum ekki gera þetta. Okkar viðmið eru öðruvísi.“ Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Enska dómarasambandið PGMOL ákvað fyrir tímabilið að notast við lengri uppbótartíma í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til að reyna að koma í veg fyrir tímasóun og halda betur utan um þann tíma sem fer til spillis þegar mörkum er fagnað, skiptingar eru gerðar og meiðsli eiga sér stað. Uppbótartíminn sem nú er notast við á Englandi er ekki ósvipaður þeim og var á HM í Katar í lok síðasta árs. Einhverjir leikmenn hafa þó kvartað yfir auknu álagi sem fylgir þessum langa uppbótartíma og Boban virðist vera sammála því. „Þetta er algjörlega fáránlegt,“ sagði Boban. „Þegar við horfum á velferð leikmanna þá er þetta hálfgerður harmleikur því það er verið að bæta við kannski 12, 13 eða 14 mínútum.“ Uefa’s Zvonimir Boban labels stoppage-time rules ‘absurd’ and ‘crazy’ - says they won’t be used in Champions League https://t.co/GBbgtX7Gwm— Martyn Ziegler (@martynziegler) August 30, 2023 Leikir í ensku úrvalsdeildinni hafa margir staðið í yfir hundrað mínútur á yfirstandandi tímabili. „Þegar þú ert búinn að spila í 60 eða 65 mínútur - og ég tala fa reynslu, sérstaklega sem miðjumaður - og þú verður þreyttur, þá eru það þessar síðustu 30 mínútur sem skipta svo miklu máli. En svo kemur bara einhver og bætir öðrum 15 mínútum við.“ „Hversu oft höfum við gagnrýnt leikjadagatalið og of mikinn fjölda leikja? Við erum ekki að hlusta á leikmenn og þjálfara. Þetta er klikkun. Þetta er of mikið og við munum ekki gera þetta. Okkar viðmið eru öðruvísi.“
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira