Skoðun

Hval­veiðar eru náttúru­glæpur

Berglind Pétursdóttir skrifar

Það er ótrúlega stór hluti af okkar sjálfsmynd þessi hugmynd um fiskveiðiþjóðina og hvernig hafið hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. Og það er ótrúlega fallegt og ég held að flestir íslendingar séu sammála um það. En við erum ekki hvalveiðiþjóð og kannski er þetta okkar tækifæri á að gefa eitthvað til baka til náttúrunnar, að sleppa þessum ótrúlega tilgangslausu veiðum. Samferðarmenn okkar sem sigla um á risavöxnu skipi og skjóta og pína hvali halda því fram að þeir séu að gera það af því að hvalir mengi á við ákveðinn fjölda bíla. Og ef það eru rökin sem við erum að hlusta á í náttúruvernd þá held ég að við séum á rangri leið. Það er bara einn raunhæfur kostur í þessari stöðu og það er að mótmæla þessum náttúruglæpum því við getum verið best í heimi í náttúruvernd, eins og öllu öðru.

Höfundur er dagskrárgerðarkona og textahöfundur.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×