Hamilton hjá Mercedes út árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:18 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 er ekki á förum frá Mercedes né Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023
Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira