Með einum of marga bestu vini á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2023 08:01 Oft er talað um hunda sem bestu vini mannsins. Það gildir í tilfelli Arons Gunnars og hundanna þriggja, þeirra Pablo, Brúnó og Alpha. Aron Gunnar Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu. Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira