„Það verður stormur um mestallt land“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:15 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi storminn sem gengur nú yfir landið. Stöð 2 Fyrsta haustlægðin fer yfir landið í kvöld og gular viðvaranir tóku víða gildi klukkan sjö. Björgunarsveitir hafa verið boðaðar út víða. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi. Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi.
Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira