Reynir að blása lífi í kornsamkomulag á fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 08:49 Erdogan (t.v.) og Pútín á fundi í Sotsjí árið 2021. Þeir hittast á sama stað í dag. AP//Vladímír Smirnov/Spútnik Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að freista þess að sannfæra Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að endurlífga samkomulag um kornútflutning frá Úkraínu um Svartahaf þegar þeir hittast í dag. Rússar réðust á úkraínska kornflutningahöfn í morgun. Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01