Gullkálfarnir í GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 5. september 2023 13:30 Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar