RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tvær þyrlur kallaðar út á þriðja tímanum vegna slyssins.
Beita þurfti tækjabúnaði slökkviliðsins til þess að koma einum farþeganna út. Fyrri þyrlan lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru þrír farþegar fluttir með þyrlunum. Að öðru leyti hafði gæslan ekki upplýsingar um líðan farþega.
Viðbragðsaðilar eru enn við störf á vettvangi. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að hringvegurinn sé lokaður í Norðurárdal vegna umferðaróhapps.
Bent er á hjáleið um Norðurárdalsveg 528. Sá vegur er malarvegur og ber ekki þunga umferð. Eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.