Milljarða framkvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2023 20:05 Guðrún með númeraplötuna, sem fangarnir gáfu henni í tilefni af heimsókninni á Litla Hraun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira