Áætlaður kostnaður við sáttmálann nú 300 milljarðar í stað 160 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 07:03 Bjarni segir framtíðaráform þurfa að byggjast á traustum og raunhæfum forsendum. Vísir/Vilhelm Nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa verið aðilum samgöngusáttmálans svokallaða sýna að áætlaður kostnaður vegna hans stendur nú í 300 milljörðum í stað 160 milljarða upphaflega. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“ Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“
Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent