Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. september 2023 12:32 Nýliðinn Jón Jónsson gengur til liðs við þaulreynda uppistandara. aðsend Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“ Grín og gaman Uppistand Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“
Grín og gaman Uppistand Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira