Innlent

Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ísafjörður. Myndin er úr safni.
Ísafjörður. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum er óskað eftir því að allir þeir sem urðu vitni að atvikinu setji sig í samband við lögreglu, eða þá ef þú býrð yfir upplýsingum um málið. Þar er fólk beðið um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Ísafirði.

Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvers eðlis málið er, heldur einungis að maður hafi verið handtekinn eftir atvik sem kom upp fyrir utan Edinborgarhúsið á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×