Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa 9. september 2023 08:01 Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skattar og tollar Vinnumarkaður Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar