Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:04 Nick Bosa er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Vísir/Getty Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast