Að missa stjórn á skapi sínu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet.
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar