Frá þessu greinir Morgunblaðið.
„Þetta eru einstaklingar sem er vísað úr landi strax eftir gæsluvarðhald. Hluti þessara fanga er væntanlega vistaður í gæsluvarðhaldi til þess að tryggja nærveru við yfirvöld og að þeir fari úr landi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við blaðið.
Hann segist sammála ráðherra um að það væri æskilegt að finna annað úrræði fyrir þessa einstaklinga en vistun í öryggisfangelsi.
Gæsluvarðhaldsfangar eru nú 32,2 prósent fanga en voru 23,8 prósent í fyrra og 13,5 prósent árið 2021.
Heildarfjöldi einstaklinga á boðunarlista í fangelsunum eru 267 en var 340 fyrir nokkrum mánuðum.