„Það er enn hægt að afstýra þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2023 11:52 Mótmælin voru þögul fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun. vísir Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag. Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður hvölunum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa veiðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að hvalbátarnir tveir sigli aftur út á miðin í dag. Klukkan átta í morgun stóðu nokkrir aðgerðasinnar fyrir minningarathöfn við matvælaráðuneytið vegna þeirra hvala sem veiðst hafa undanfarna daga og til að mótmæla hvalveiðum. „Ég stend hér fyrir hvalina. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið vinnuna sína. Hún hefur leyft það sem greinilega er ólöglegt þegar kemur að lögum um dýravelferð. Hvalirnir þurfa okkur. Við þurfum að standa hér fyrir hvalina,“ segir Samuel Rostøl sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar. Aðspurður hvort hann haldi að hungurverkfallið hafi áhrif segist hann ekki viss, en hann verði að vona að veiðarnar verði bannaðar. „Ég veit það ekki en það eina sem ég get er að reyna mitt besta og einblína á það sem ég hef trú á. Ég er að minnsta kosti að tala við fjölmiðla í dag þannig þetta vekur einhverja athygli. Jafnvel þótt hungurverkfallið hafi engin áhrif þá trúi ég því að aðgerðir einstaklinga skipta máli til breytinga. Hvalirnir þurfa á okkur að halda.“ Aðgerðasinninn Micah Garen segir að samkvæmt myndefni sem náðist af hvölum sem veiddir voru fyrir helgi hafi tveir verið skotnir oftar en einu sinni sem að hans mati sé brot á nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem matvælaráðherra setti áður en veiðarnar voru heimilaðar að nýju, en þar segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. „Þetta er harmleikur sem hefði verið hægt að afstýra. Það er enn hægt að afstýra þessu. Tveir hvalir voru fyrir helgi skotnir ólöglega. Þeir voru með mörg skotsár, sem er á skjön við nýja reglugerð sem matvælaráðherra setti fyrir stuttu. Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna er Svandís ekki búin að stöðva þetta í ljósi þess að reglugerðin hefur þegar verið brotin?“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00 Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01 Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður hvölunum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa veiðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að hvalbátarnir tveir sigli aftur út á miðin í dag. Klukkan átta í morgun stóðu nokkrir aðgerðasinnar fyrir minningarathöfn við matvælaráðuneytið vegna þeirra hvala sem veiðst hafa undanfarna daga og til að mótmæla hvalveiðum. „Ég stend hér fyrir hvalina. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið vinnuna sína. Hún hefur leyft það sem greinilega er ólöglegt þegar kemur að lögum um dýravelferð. Hvalirnir þurfa okkur. Við þurfum að standa hér fyrir hvalina,“ segir Samuel Rostøl sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar. Aðspurður hvort hann haldi að hungurverkfallið hafi áhrif segist hann ekki viss, en hann verði að vona að veiðarnar verði bannaðar. „Ég veit það ekki en það eina sem ég get er að reyna mitt besta og einblína á það sem ég hef trú á. Ég er að minnsta kosti að tala við fjölmiðla í dag þannig þetta vekur einhverja athygli. Jafnvel þótt hungurverkfallið hafi engin áhrif þá trúi ég því að aðgerðir einstaklinga skipta máli til breytinga. Hvalirnir þurfa á okkur að halda.“ Aðgerðasinninn Micah Garen segir að samkvæmt myndefni sem náðist af hvölum sem veiddir voru fyrir helgi hafi tveir verið skotnir oftar en einu sinni sem að hans mati sé brot á nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem matvælaráðherra setti áður en veiðarnar voru heimilaðar að nýju, en þar segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. „Þetta er harmleikur sem hefði verið hægt að afstýra. Það er enn hægt að afstýra þessu. Tveir hvalir voru fyrir helgi skotnir ólöglega. Þeir voru með mörg skotsár, sem er á skjön við nýja reglugerð sem matvælaráðherra setti fyrir stuttu. Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna er Svandís ekki búin að stöðva þetta í ljósi þess að reglugerðin hefur þegar verið brotin?“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00 Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01 Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34
Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00
Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01
Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32