Ákærður fyrir hundruð milljóna króna skattalagabrot Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 14:27 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu. Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta. Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta.
Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira