Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2023 15:29 Frá vettvangi slyssins í nóvember 2021. RNSA Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira