Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 10:31 Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum. Vísir/Getty Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur. NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur.
NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14